Saturday, April 30, 2011

Sá síðasti þetta misseri?

Ég hef haft í nógu að snúast undanfarið og hef því ekki alveg gefið mér tíma fyrir hvorki blogg né handavinnu. Ég átti því alltaf eftir að segja ykkur frá þessum;



Ég saumaði þennan fyrir páska, og var rosa ánægð með hann. Finnst litasamsetningin æði, en hún er samkvæmt ósk kaupanda, með dökkfjólubláu velúr inní. Velúr efnið kemur rosalega skemmtilega út í þessum pokum og ég er ekki frá því að það sé alveg uppáhalds. Verst bara að það er mun dýrara heldur en flísið :o/

Það reyndist síðan verða smá vesen með þennan poka, þar sem að bílstóllinn var með fimm punkta belti sem ekki var hægt að losa að aftan, einsog er hægt á flest öllum öðrum stólum. Ég þurfti því að gera opna renninga í bakstykkið þannig að hægt væri að þræða beltið í heilu lagi. Mér fannst það nú ekkert agalega fallegt en það virkaði allavega. Það líka sést ekki þegar pokinn er kominn í stólinn. Og allt er nú gott sem endar vel!

---------------------------------------------------

Jag har haft fullt upp den sista månaden, och inte haft mycket tid för varken blogg eller pyssel. Denna hann jag dock med innan påsk. Den har mörklila velour innuti, liksom beställaren önskade, och jag tycker att kombinationen är urläcker. Velour funkar utmärkt till sådana här påsar och är nu en klar favorit. Värst bara att den är bra dyrare än fleecen som jag är van att köpa.

Det blev sedan lite klydd med denna, då det visade sig sen att fem punkts bältet i stolen inte gick att ta loss på baksidan, som det brukar gå på de flesta stolar, så jag fick göra två långa öppningar på ryggdelen af påsen för att kunna få i bältet. Det blev ju inte lika fint som jag hade velat, men det funkade. Och sen syns det ju inte när påsen väl är på plats i stolen. Det var ju tur det!

2 comments: