Thursday, June 16, 2011

Sumarfrí :o)

Það er í rauninni ekki hægt að sitja í sól og hita og prjóna úr léttlopa! Enda er það búið að taka mig tæplega 4 vikur að klára þessa peysu. En daddara: hér er hún!


Hún er á Benedikt þessi, og mér finnst hún bara svoooo flott! Þetta er Þíða úr Lopa 26 og stærðin er 4 ára og vel rúm, amk á minn 4 ára strump. En hann hefur þá eitthvað að stækka í. Ég var að hugsa um að gera aðra eins nema græna á Unnar Frey, en þá hlýtur 2 ára að passa flott á hann þó að hann verði 3 ára í haust. Sjáum til. Það er ekkert hlaupið í það að finna léttlopa hérna í Svíþjóð ;o)

-------------------------------------------------


Egentligen är det alldeles för varmt att sticka ur léttlopi så här i sommarvarma Skåne. Just därför har det också tagit nästan en hel månad att få den klar. Men här är den i alla fall! Den heter Þíða och finns i tidningen Lopi 26. Min Benedikt ska få den här, men den är stor i storleken så vi får se om han hinner växa i den till hösten. Men jag tycker bara att den är sååå snygg! Jag är lite sugen på att göra en likadan fast grön till Unnar, men vi får se hur det blir med det. Det är ju inte det lättaste att få tag på léttlopi här i Sverige ;o)