Thursday, October 21, 2010

1 árs frænkuskott..

Hún á afmæli í dag,

hún á afmæli í dag,

hún á afmæli hún Júlía,

hún á afmæli í dag!




Fínasta Júlí skvís er 1 árs í dag. Elsku litli sólargeislinn! Ég er ekkert smá montin af þessu frænkuskotti mínu :o)


Ég prjónaði húfu og vettlinga á hana í sumar sem að ég hafði ætlað sem afmælisgjöf handa henni, en stóðst svo ekki mátið þegar hún var í heimsókn hérna um daginn og gaf henni það þá.


Uppskriftin er mín egin eins og vanalega. Þið hafið séð húfuna áður, meðal annars hér og hér. Vettlingarnir eru líka spunnir uppúr sjálfri mér. Hvíti liturinn er úr Trysil superwash en litirnir eru ýmist úr Smart og Mor Aase. Sem sagt allt superwash með sömu eginleika.

Mössa och vantar åt min systerdotter som fyller 1 år idag. Finaste Júlía :o) Som vanligt mitt eget recept, stickat ur superwash garn från Trysil, Sandnes Smart och Mor Aase.

Monday, October 11, 2010

Handa lítilli frænku..

Ég er búin að liggja á þessum í svolítinn tíma en hef ekki getað sýnt hann hér fyrren núna. Hann var nefnilega pantaður í sumar af einni ömmu handa ófæddu barnabarni sínu. Nú er hnátan loksins fædd, en hún lét bíða eftir sér í 9 daga, og er loksins búin að fá gjöfina afhenta.



Innra byrði pokans er úr flónel samkvæmt ósk kaupanda, og mér finnst það bara koma skemmtilega út. Eftiráhyggja þá hefði ég kannski átt að nota þykkara vatt í staðinn, því pokinn verður heldur þynnri svona en þegar flísið er notað. Alltaf lærir maður af reynslunni :o) Ég held samt að pokinn gagnist alveg jafn vel þrátt fyrir allt!

Til hamingju með stelpuna, Svavar og Thelma :o)

DuleLur sovpåse sydd på beställning åt min moster som fått barnbarn. Innertyget är flanell istället för fleece, enligt hennes önskan. Resultatet blev helt ok, fast jag tror att jag borde använda tjockare vadd nästa gång för att den här blev lite tunnare en de andra jag sytt med fleece. Man lär sig av sina erfarenheter :o)

Sunday, October 10, 2010

Afmælisgjöf handa lítilli vinkonu..

Í gær lærði ég prjónasaum með hjálp af youtube. Sniðugt! Það er hægt að læra nánast allt á youtube :o) Ég notaði svo nýju kunnáttuna í það að sauma hjarta á þessa vettlinga sem að Unnar fékk að gefa vinkonu sinni í 2 ára afmælisgjöf í dag.


Þeir eru prjónaðir úr Sandnes Smart á prjóna nr.3,5 og uppskriftin er einsog vanalega uppúr sjálfri mér. Ég er ágætlega ánægð með útkomuna, en þarf samt að æfa mig aðeins á þessum prjónasaum. En þetta er ágætis frumraun!

Mamman var svo ánægð með þá að pantaði húfu í stíl, þannig að to be continued...
Til hamingju með afmælið Ísabella :o)

Jag lärde mig att sy mönster i färdigstickat på youtube igår. Kunskapen utövade jag sedan med att sy hjärtan på ett par vantar som Unnar fick ge till sin väninna som fyllde 2 år i helgen. Hennes mamma var så pass nöjd med dem, att hon beställde en mössa i samma färg så jag får återkomma med det :o)

Friday, October 8, 2010

Afmæli..

Í öllu sem hefur gengið á undanfarið þá gleymdist alveg að setja inn myndir úr afmælinu hans Unnars sem var haldið í lok síðasta mánaðar. Hann varð sem sagt tveggja ára 28 september, litli snúðurninn, og einsog sjá má á myndunum þá var hér mikið fjör og mikið gaman og afmælisbarnið sjálft var mjög sátt með daginn!



Tuesday, October 5, 2010

Leikskólahúfa..

Benedikt vantaði aðra húfu til að hafa til skiptanna í leikskólanum og mér datt í hug að prjóna húfu handa honum sem væri vel merkt og erfitt væri að týna. Það er nefnilega merkilegt hvað fötin vilja týnast í leikskólanum ef þau eru ekki vel merkt.


Það stendur sem sagt Benedikt framan á húfunni, en svo eru stjörnur restin af hringnum. Ég smellti Dulelur merkinu aftaná hnakkann því að mér fannst það ekki passa að hafa það undir nafninu að framan.



Strumpurinn hefur í nógu að standa að safna laufum úti í garði, sæll og glaður í nýju húfunni sinni :o)

Húfan er prjónuð úr Mor Aase og Trysil á prjóna nr.3,5 og uppskriftin er enn og aftur mín eigin. Ég viðurkenni að þó svo að garnið sé nánast einsog Smart garnið, þá er ég þó miklu hrifnari af Smartinu. Mor Aase garnið verður heldur lausara í sér og er meira lipurt þannig að það henntar kannski betur í einhvað annað en húfu.


Mmmm.... haustið er yndislegur tími!