Saturday, February 23, 2013

Var að fara yfir myndirnar í tölvunni minn og rakst á þessa. Þetta er heimferðahúfan hans unga litla, sem að ég prjónaði á hann á meðan hann var ennþá að bakast í bumbunni, undir hjartanu mínu. Ég elska þennan græna lit. Fannst hann einmitt passa við bæði kynin, því að við vissum ekki hvort væri á leiðinni hjá okkur.


Uppskriftin er þessi frá Kvenfélagasambandi Íslands og hún er mjög einföld, fljótleg og skemmtileg. Ég notaði kambgarn í þessa og ábyggilega prjóna númer 3, og hún smellpassaði á litla nýburann minn. Uppskriftin er gefin upp fyrir 0-3 mánaða, en nú var unginn minn frekar höfuðstór þannig að hún var orðin of lítil innan mánaðar. Þessi litlu ungar eru bara lítil í sirka korter! :) Það væri vel hægt að nota sömu uppskrift og þykkara garn (Smart kannski) og fá þannig stærri húfu. Spurning hvort að hún passi þá ekki fínt á einsárs?

Thursday, February 21, 2013

Hæ hó!

Eftir laaangt hlé og margar áskoranir hef ég ákveðið að endurlífga bloggið. Jey! :) 
Á ýmislegt uppsafnað og óbloggað efni, sem að ég kem til með að henda inn á næstunni. Fyrst út er slefsmekkur og snudduband sem að ég bjó til fyrir yngsta peðið fyrir um ári síðan.



Smekkurinn er endurvinnsla. Hann er gerður úr samfellu sem var búin að vera í uppáhaldi og var orðin vel notuð eftir 3 börn. Svo vel notuð að það kom gat á hana í kringum smellurnar, en efnið var að öðru leiti ennþá heilt og fallegt. Ég elska þegar að það er hægt að endurnýta uppáhalds hlutina svona :) Smekkurinn er enn í stöðugri notkun og sinnir hlutverki sínu vel. Og snuddubandið var líka frábært, og mikið notað til skiptis við hitt sem að ég gerði, þangað til að unginn hætti allt í einu að vilja snuð rúmlega 8 mánaða gamall.