Sunday, July 18, 2010

Veiðiferð



Við fórum niðrá bryggju um daginn að veiða. Strákunum fannst það æði og það var sko mokveitt allskonar fiska. Þorsk, rauðsprettu og makríl svo einhvað sé nefnt.
Ég prjónaði þessar peysur á strákana fyrir s.l. sumar en þær duga enn, þó ekki megi miklu muna hjá Benedikt. Mynstrið er úr Lopa 28 og þær eru báðar prjónaðar úr Sandnes Smart superwash, þannig að þær eru léttar en hlýjar og hennta því rosalega vel svona á sumrin. Ég ákvað að monta mig aðeins af þeim hérna í leiðinni ásamt skemmtilegum veiðimyndum.






Wednesday, July 14, 2010

Stuðkantur

Ég saumaði stuðkant fyrir Benedikt á meðan hann var ennþá lítill í rimlarúmi. Það er reyndar liðið um 1.5 ár síðan og Unnar Freyr er búinn að vera með hann síðan þá. En nú er Unnar líka orðinn stór strákur og hættur að sofa í rimlarúmi.
Ég var að ganga frá þessu útí geymslu áðan þegar að ég áttaði mig á því að ég var ekkert búin að monta mig af þessum :o)




Sunday, July 11, 2010

Til sölu

Nýsaumaður bílstólspoki úr rjómahvítu efni með bróderuðum fiðrildum og fóðraður með hvítu flísi. Hentar vel fyrir bæði kynin!

Mjúkt og kósy

Nærmynd af efninu.

Ég vill líka vekja athygli á því að ég sauma einnig eftir óskum hvers og eins. Hafið bara samband ef þið hafið áhuga ;o)

Friday, July 9, 2010

DuleLur pokinn

Ég saumaði bílstólspoka handa systurdóttur minni þegar að hún fæddist sl. haust. Hann vakti mikla athygli og síðan þá hef ég saumað þrjá til viðbótar og fleiri pantannir liggja inni. Það má því í rauninni segja að Benedikt, Unnar og Júlía séu íkveikjan að þessu "fyrirtæki".

Fínasta Júlía í pokanum sínum


Bílstólspokarnir eru flísfóðraðir að innan og með slitsterku bómullarefni að utan. Svo er vatt á milli þannig að þeir eru skotheldir í kuldanum! Hægt er að draga saman í hettu í roki og kulda, eða renna framhliðinni alveg af í miklum hita. Eftirfarandi myndir eru af sáttum krílum í DuleLur pokunum sínum :o)

Poka nr. 2. fékk Óskar Karvel, lítill gutti sem flýtti sér svo mikið í heiminn og var svo pínu pons.

Ég á þvímiður enga mynd af Óskari í pokanum sínum þannig að bangsinn verður að duga.

Nr. 3 flutti til Svíþjóðar.
Lítil Ísabell sefur vært í pokanum sínum :o)

Poki nr.4 er sá nýjasti í safninu og jafnframt sá fyrsti sem er merktur DuleLur :o)
Nýjasta kraftaverkið í pokanum sínum á leið heim af fæðingardeildinni.

Thursday, July 8, 2010

Gjafapúði

Vinkona mín hafði samband við mig í síðustu viku. Hún er gengin um 31 vikur með sitt seinna barn og skrokkurinn er orðinn ansi þreyttur og bumban fyrirferðarmikil. Hún spurði mig hvort að ég gæti ekki saumað fyrir sig gjafapúða, en þeir eru einmitt upplagðir sem stuðningur fyrir konur bæði á meðgöngu og síðan í brjóstagjöfinni þegar að krílið er mætt á svæðið.

Fyrst vafðist þessi hugmynd einhvað fyrir mér, þar sem að ég átti hvorki mynstur né annan púða til að fara eftir. Ég var hrædd um að hann myndi koma kjánalega út hvað varðar stærð og lögun. En um leið og ég settist niður með efnið, vopnuð merkipenna og nokkrum matardiskum, þá reyndist þetta vera ekkert mál og ég ér bara þrusu sátt með útkomuna! Nýji eigandinn sendi mér svo þessar myndir og þakkaði kærlega fyrir sig. Sagðist sitja með púðann í fanginu öll kvöld og að hann væri æðislegur. Ekki er það nú leiðinlegt að fá svona feedback :o)


Innri púðinn er fylltur með litlum frauðkúlum og ytra byrðið má taka af og þvo eftir þörfum.

Merkt vara :o)

Tuesday, July 6, 2010

Afmælisstrákur

Benedikt Elí, glaður afmælisstrákur.
Stóri strákurinn okkar varð 3 ára í síðasta mánuði. Mér finnst alltaf jafn ótrúlegt hvað tíminn líður hratt, en mér finnst einsog að það hafi bara verið í gær sem að við fengum hann í fangið og líf okkar fullkomnaðist.
Hann pantaði sjálfur stjörnu súkkulaðiköku fyrir afmælið sitt og auðvitað fær drengurinn það sem að hann biður um! Ekki það að hann sé ofdekraður samt ;o) Hann varð rosa ánægður með útkomuna og auk þess ekkert smá montinn af því að fá að blása á 3 kerti!
Litli glókollurinn þarna með á myndinni er litlibróðir Unnar Freyr, 20 mánaða.
Grænu álfakökurnar voru líka vinsælar og æðislega góðar svo ég segi nú sjálf frá ;o)