Friday, November 11, 2011

Gjafapúði handa unga litla

Nú fer heldur betur að styttast í ungann þannig að það er verið að leggja lokahönd á undirbúninginn. Ég er náttúrulega með miljón hugmyndir sem að mig hefði langað að framvæma núna, en það er bara ekkert svigrúm til þess. Ungi er væntanlegur núna 15 nóvember og svo byrja prófin fyrstu vikuna í desember þannig að það verður nóg að gera næstu vikurnar. Ég held að við getum gleymt jólaundirbúningnum í ár.. :o/

Eeeen, hérna er allavega gjafapúðinn sem að ég var að klára. Ég fann þetta ótrúlega krúttaða efni í Virku og satt að segja þá held ég að það hafi ekki verið hægt að finna meira viðeigandi efni en þetta. Litlir ungar í öllum uppáhaldslitunum! Það gerist ekki betra :o) Það eina var að ég fékk heldur nískann bita þannig að ég þurfti að breyta löguninni aðeins á púðanum, en það kom ekki að sök. Nú er það bara lærdómur og bíða eftir unganum. Spurning hvenær hann lætur sjá sig?



----------------------------------------------------------

Nu dröjer det inte länge tills lillpys tittar ut, så nu är det full rulle här hemma med att göra klart allting innan ankomsten. Jag har ju såklart miljontals idéer som jag hade velat göra, men det finns tyvärr ingen tid för det nu. Bebis är beräknad komma nu den 15 november och sen börjar alla proven första veckan i december. Det blir med andra ord ett tight schema. Jag tror nästan vi får skita i julstöket i år :o/

Men, här är i alla fall en amningskudde som jag sydde här om dagen. Jag tror nog inte att det hade gått att hitta ett mera passande tyg än detta! Det är alldeles klockrent för mig del :o) Söta små ungar i alla mina favoritfärger! Jag tycker att den är jättehärlig. Det ända är att jag fick en ganska snål bit tyg så jag fick justera formen på kudden lita, men den blev hur bra som helst i alla fall! Nu är det bara till att plugga på och vänta på min lilla unge. Jag undrar lite när den tänker komma?

Monday, October 31, 2011

Handa unga litla

Nú eru bara 2 vikur eftir í að unginn okkar er áætlaður, og ég áttaði mig á því að ég ætti engar hosur sem myndu passa svona fyrst um sinn, því að hinir ungarnir mínir eru fæddir á öðrum árstímum. Ég fitjaði því upp um helgina og byrjaði að skálda, því að ég átti enga uppskrift að hosum. En það heppnaðist líka svona rosalega vel og útkoman varð ótrúlega krúttleg lítil hosa. Nema svo vandaðist málið þegar ég ætlaði að gera hina hosuna, því að ég mundi ekki alveg hvernig ég hafði gert þá fyrri. En eftir að hafa rekið upp nokkru sinnum tókst þetta þó á endanum og útkoman varð tvær krúttlegar hosur :o) Nú þarf ég bara að muna það næst að skrifa niður leiðbeiningar þegar ég skálda eitthvað svona á prjónunum!



Það var reyndar svolítið erfitt að ná góðri mynd af þeim, en svona líta þær samt út. Svona nokkurnvegin. Mér finnst þær alveg hrikalega krúttaðar og mig hlakkar ekkert smá til að fara að nota þær!

Þær eru úr súkkulaðibrúnu Merino blend ullargarni og prónaðir með prjónum nr. 3,5.

---------------------------------

Nu är det bara 2 veckor kvar tills vår tredje guldklimp förväntas titta ut till oss, och jag kom på att jag inte har några tossor som passar så pass små fötter eftersom att mina två andra guldklimpar är födda under andra årstider. Så jag plockade fram stickorna och började sticka och fram växte en urgullig liten chokladbrun tossa. Men sen blev det lite mer problematiskt när jag skulle göra den andra tossan, för jag kom inte ihåg exakt hur jag gjorde med den första. Men efter ett par försök så blev det rätt till slut och resultatet blev två urgulliga små tossor. Nästa gång ska jag försöka att komma ihåg att skriva ner instruktioner när jag hittar på nya saker.

Dom var svara att fånga på bild, men så här ser de ut, ungefär. Jag längtar tills jag kan börja använda dem :o)

Sunday, October 30, 2011

Gríslingur 3 ára!





Litli gríslingurinn minn varð 3 ára í lok september og var að sjálfsögðu haldið vel uppá það þá, þó svo að ég mátti varla vera að því fyrir verknámi og verkefnavinnu. Gormurinn var lengi vel harðákveðinn í því að hann ætlaði að fá bleika afmælisköku, þar sem að bleikt er hans uppáhaldslitur, en kvöldið fyrir afmælið skipti hann allt í einu um skoðun og vildi græna og rauða Diegó köku.

------------------------------------------------------------

Min lilla morsgris fyllde 3 år i slutet av september och självklart firade vi det då, trots att jag egentligen inte hade någon tid till det pga. praktik och uppsatser. Han hade sedan länge innan bestämt att han skulle ha en rosa födelsedagstårta, eftersom att det är hans favoritfärg, men han ändrade sig plötsligt kvällen innan och ville då ha en röd och grön Diego kaka.

Wednesday, October 26, 2011

Handa Júlíu


Ég gerði þetta í sumar á meðan það var 30° heitt og sól alla daga. Mmmm... þetta var nú alveg asskoti gott sumar! Það er reyndar ekki það algáfulegasta að sitja í svona hita og prjóna úr lopa, en það er svo annað mál...
Þetta varð allavega afmælisgjöf handa systurdóttur minni sem varð tveggja ára í síðustu viku. Það er úr Álafoss Flosi, eitthvað alveg æðislega mjúkt og kósí sem að ég fann í fórum hennar móður minnar sem að hún hefur átt í örugglega einhver 25-30 ár og var upphaflega ætlað handa mér og systrum mínum. Flosið líkist léttlopa að þykkt, en er blanda af lopa og mohair. Verkið heitir Hanna litla og uppskriftina fann ég á www.istex.is. Ég vona bara að það falli frænkuskottinu í kramið :o)

Saturday, September 10, 2011

Handla litlum molum

Ég hef nú ekki setið auðum höndum undanfarið þó lítið sé bloggað. Ég hef bara ekki gefið mér tíma til að segja ykkur frá því sem að ég er að gera, og því miður verður áfram eitthvað þögult hérna framm að jólum. Við eigum nefnilega von á þriðja gullmolanum okkar um miðjan nóvember og ég ætla mér að ná að klára haustönnina í skólanum samhliða því. Þess vegna verð ég því miður líka að loka fyrir pantannir í bili, en ég sé frammá að geta farið að taka við þeim aftur eftir próflok. Vonandi í desember.

Á meðan ég er sjálf að bíða eftir unganum mínum, þá eru nokkrir nýjir molar mættir í heiminn og fleiri eru á leiðinni. Ég er því búin að afverka nokkrar sængurgjafir undanfarið og er þessi húfa ein af þeim.


Ég er reyndar búin að gefa aðra nákvæmlega eins ásamt brjóstgjafapúða, þar sem að spenningurinn yfir að fá að skoða litla hnoðrann var of mikill að það gleymdist að taka myndir :o)
Uppskriftin af húfunni er úr Fleiri prjónaperlur, nema ég breytti henni örlítið og notaði kambgarn.


------------------------------------------------------------------

Jag har hunnit med en massa pyssel även om jag inte har bloggat mycket på sistone. Efter en härlig lång ledighet i sommar så är det återigen full rulle nu när skolan har börjat. Dessutom kommer vår fina familj att utökas till fem under hösten, då vår tredje guldklimp väntas anlända till världen i november. Jag kommer att köra på med skolan för fulla puckar ut höstterminen, så det kommer att bli tufft men det ska nog gå ändå.
Medans jag själv går och väntar på min lilla fjäril i magen, så har jag hunnit bli moster igen och så har några kära vänner också fått barn. Jag har redan hunnit ge bort en mössa och en ammningskudde som jag glömde fotografera, men här är en annan nästintill likadan mössa som en liten nyfödd vän ska få. Receptet finns i
Fleiri prjónaperlur fast jag justerade det lite och använde annan sorts garn, kambgarn.

Friday, September 9, 2011

Sultugerð

Við mæðginin gerðum okkur glaðann dag um síðustu helgi og fórum í berjamó uppá Úlfarsfell, þar sem allt var krökt af krækiberjum og bláberjum. Ég, sem hef ekki farið í berjamó í mörg ár, skemmti mér konunglega og ekki fannst nú strákunum þetta leiðinlegt heldur! Þeir voru ansi duglegir við bæði að tína berin og smakka þau, en við náðum þó að koma heim með um 2 kg af berjum eftir 2 tíma tínslu.



Og úr afrakstrinum bjó ég svo til þetta líka fína hlaup í gærkvöld, og verð að segja að ég hef bara aldrei smakkað betra hlaup áður! :o) Nammi namm, ég held að ég verði að drífa mig í aðra ferð uppá fjall áður en kuldaboli kemur af fullum krafti. Ég hugsa samt að ég verði mér útum berjatínu næst!



----------------------------------------------------------------------------------------------------

Jag och pojkarna tog oss upp i bergen förra helgen för att plocka bär. Vi hittade både krækiber (crowberries på eng.) och blåbär. Det liksom tillhör den här övergångsperioden mellan sommar och höst att ge sig ut och plocka bär här på Island, men jag har själv inte gjort det på evigheter. Men nu var det dags och ojoj vad roligt vi hade! Pojkarna var riktigt dugtiga på att både plocka och smaka, men vi lyckades ändå komma hem med 2 kg bär. Vi har sedan dess ätit blåbär till efterrätt varje dag, men igår bestämde jag mig för att försöka ge mig på att göra sylt. Det har jag aldrig gjort innan men jag kan tillägga att det var den allra godaste sylten jag någonsin smakat! :o) Mums! Jag får nog bege mig ut och plocka fler bär innan det blir för kallt!

Tuesday, August 9, 2011

Önnur eins, en samt ekki..


Ég gat ekki látið það eiga sig að prjóna aðra Þíðu, þó svo að Unnari vantar alls enga lopapeysu. En mér finnst hún bara svo flott! Og svo átti ég svo mikinn afgangslopa og hellings tíma til að eyða. Ég þrufti reyndar að biðja manninn minn um að senda mér smá af grænu þannig að það myndi duga í heila peysu, en hann sendi svo mikið að ég gæti alveg eins prjónað eina til viðbótar :o)

Ég var næstum búin með allt berustykkið þegar mér datt allt í einu í hug hvort það væri kannski flottra að skipta út appelsínugula litnum við gulann, og svo öfugt. Ég lagði peysuna frá mér í nokkra daga til að hugsa málið, en svo þegar ég tók hana upp aftur þá ákvað ég að halda bara áfram. Ég er líka alveg sátt með útkomuna svona. Ég er voða veik fyrir svona litagleði, og brúnt og grænt saman eru alveg uppáhalds. Nammi namm segi ég bara, og Unnar er svooo sætur í henni :o)


-----------------------------------------

Egentligen behövde Unnar ingen "lopapeysa" (isländsk ullkofta), men jag kunde inte låta bli att göra en Þíða till, fast nu i annan färgställning. Jag hade ju så mycket garn över och en hel del tid att spendera. Jag fick visserligen be min man att skicka lite mer grönt så att det räckte till en hel tröja, men han skickade så pass mycket att det nästan räcker till en till!

Jag var nästan klar med koftan när jag plötsligt fick en idé om att byta ut orange mot gult, och så vice versa. Men i stället för att dra upp allt så lade jag projektet på hyllan ett par dagar och sen när jag tog upp det igen så tyckte jag ändå att det var fint som det var. Så det fick bli så. Och jag är sååå nöjd :o) för jag tycker att den är så himla fin! Jag är väldigt svag för allt som är färgglatt och Unnar är såå fin i den :o)

Thursday, July 21, 2011

Jú jú...

....ég er á lífi! Ég hef bara ekki verið að gera margt annað undanfarið en að leika mér og slappa af. Eldri sonurinn varð 4 ára í byrjun júní og hér er afrakstur veislunnar að þessu sinni. Hann vildi bláa og græna dýragarðsköku.




Við verðum áfram hér í afslappelsi fram í miðjan ágúst. Þá verður voða gott að komast heim í prjónana og saumavélina til að losa aðeins um úr hugmyndabankanum, sem er orðinn nánast troðfullur eftir sumarið. En það verður annasöm haustönn frammundan. Öss öss....


------------------------------------------------------

Jodå, jag lever! Fast jag har inte åstadkommit så mycket annat än att vila, leka och leva livet nu i sommar. Sonen fyllde 4 år i början av juni och önskade sig en grön/blå djurparks födelsedagstårta, som ni ser här ovanför.

Vi lever loppan här tills i augusti. Då ska det bli så skönt att komma hem till mina stickor och symaskiner igen. Har en hel del idéer som ska arbetas fram under hösten. Fast det kommer att bli en riktigt fullbokad hösttermin. Så mycket som ska hinnas med. Oj oj då...

Thursday, June 16, 2011

Sumarfrí :o)

Það er í rauninni ekki hægt að sitja í sól og hita og prjóna úr léttlopa! Enda er það búið að taka mig tæplega 4 vikur að klára þessa peysu. En daddara: hér er hún!


Hún er á Benedikt þessi, og mér finnst hún bara svoooo flott! Þetta er Þíða úr Lopa 26 og stærðin er 4 ára og vel rúm, amk á minn 4 ára strump. En hann hefur þá eitthvað að stækka í. Ég var að hugsa um að gera aðra eins nema græna á Unnar Frey, en þá hlýtur 2 ára að passa flott á hann þó að hann verði 3 ára í haust. Sjáum til. Það er ekkert hlaupið í það að finna léttlopa hérna í Svíþjóð ;o)

-------------------------------------------------


Egentligen är det alldeles för varmt att sticka ur léttlopi så här i sommarvarma Skåne. Just därför har det också tagit nästan en hel månad att få den klar. Men här är den i alla fall! Den heter Þíða och finns i tidningen Lopi 26. Min Benedikt ska få den här, men den är stor i storleken så vi får se om han hinner växa i den till hösten. Men jag tycker bara att den är sååå snygg! Jag är lite sugen på att göra en likadan fast grön till Unnar, men vi får se hur det blir med det. Det är ju inte det lättaste att få tag på léttlopi här i Sverige ;o)

Saturday, April 30, 2011

Sá síðasti þetta misseri?

Ég hef haft í nógu að snúast undanfarið og hef því ekki alveg gefið mér tíma fyrir hvorki blogg né handavinnu. Ég átti því alltaf eftir að segja ykkur frá þessum;



Ég saumaði þennan fyrir páska, og var rosa ánægð með hann. Finnst litasamsetningin æði, en hún er samkvæmt ósk kaupanda, með dökkfjólubláu velúr inní. Velúr efnið kemur rosalega skemmtilega út í þessum pokum og ég er ekki frá því að það sé alveg uppáhalds. Verst bara að það er mun dýrara heldur en flísið :o/

Það reyndist síðan verða smá vesen með þennan poka, þar sem að bílstóllinn var með fimm punkta belti sem ekki var hægt að losa að aftan, einsog er hægt á flest öllum öðrum stólum. Ég þurfti því að gera opna renninga í bakstykkið þannig að hægt væri að þræða beltið í heilu lagi. Mér fannst það nú ekkert agalega fallegt en það virkaði allavega. Það líka sést ekki þegar pokinn er kominn í stólinn. Og allt er nú gott sem endar vel!

---------------------------------------------------

Jag har haft fullt upp den sista månaden, och inte haft mycket tid för varken blogg eller pyssel. Denna hann jag dock med innan påsk. Den har mörklila velour innuti, liksom beställaren önskade, och jag tycker att kombinationen är urläcker. Velour funkar utmärkt till sådana här påsar och är nu en klar favorit. Värst bara att den är bra dyrare än fleecen som jag är van att köpa.

Det blev sedan lite klydd med denna, då det visade sig sen att fem punkts bältet i stolen inte gick att ta loss på baksidan, som det brukar gå på de flesta stolar, så jag fick göra två långa öppningar på ryggdelen af påsen för att kunna få i bältet. Det blev ju inte lika fint som jag hade velat, men det funkade. Och sen syns det ju inte när påsen väl är på plats i stolen. Det var ju tur det!

Saturday, April 9, 2011

Nýr uppáhalds!


Vá hvað ég er skotin í þessum! Hann er svo mjúkur og kósý að það mig langar í einn sjálf :o) haha..

Ég fékk þannig séð frjálsar hendur með þennan og ákvað að hafa velúr inní og fann svo þetta æðislega súkkulaðibrúna efni til að hafa sem ytrabyrði. Samsetningin af báðum efnunum er algjört æði! Pokinn er léttur og lipur, en hlýr og svooo mjúkur.Hann nýtur sín ekki alveg nógu vel á myndinni, en ég get lofað að hann var rosa flottur þegar hann var kominn í bílstól nýja eigandans. Ég vona að þau séu jafn ánægð og ég! :o)

---------------------------------------------

En ny favorit! Oj oj vad jag gillar :o)

Jag fick ganska så fria händer med denna beställningen, och valde att ha turkos velour som foder. Sen hittade jag det här underbara chokladfärgade tyget och det hela blev en klockren kombo! Så mjuk att jag själv skulle vilja ha en att krypa ner i! :o)

Den kanske inte ser så snygg ut på bild, men jag kan lova att den blev skitsnygg i stolen hos den nya ägaren. Jag hoppas att dom är lika nöjda som jag!

Wednesday, March 30, 2011

Uppáhaldsbuxur..

Ég átti svona uppáhaldsbuxur sem var hægt að nota við allt og nánast alltaf! En þær voru orðnar götóttar og leiðinlegar þrátt fyrir ekki nema nokkurra mánaða notkun, þannig að mig vantaði nýjar. Ég týmdi hinsvegar ekki að kaupa aðrar eins fyrir 6 þúsund kall, vitandi hvernig ætti eftir að fara fyrir þeim, þannig að ég keypti efni á 3 þúsund kall og ákvað að sauma mér þær frekar.

Ég klippti gömlu buxurnar í sundur og notaði garmana í að teikna upp mynstur og svo var ég bara óstöðvandi á nýju overlock vélinni minni sem ég fékk í jólagjöf. Vá hvað það er gaman að sauma núna! :o)

Þetta var enga stund gert og útkoman lítur nú barasta nokkuð vel út, ef ég má segja svo sjálf! Smellpassa og ég er ekkert smá ánægð. Efnið sem að ég keypti virðist líka vera betra en það sem var í gömlu buxunum, þannig að þessar ættu því að endast lengur. Nú og ef ekki, þá eru þær allavega vel peningana virði ;o) Ég á pottþétt eftir að sauma fleiri!


Ath að myndin er tekin af sjálfri mér ofanfrá þannig að hlutföllin eru frekar fyndin svona :o) Þær eru ekki þröngar að neðan.


-----------------------------------------------------------------------------------

Jag hade ett par favoritbyxor som blev bra slitna efter kort användning, så jag behövde nya! Sånna där byxor som man kan använda till allt och passar till nästan alla tilfällen. Men med tanke på vad dom kostade och deras korta "levnadstid" så ville jag inte köpa ett par likadana, utan jag bestämde mig för att sy ett par för hälften av kostnaden!

Jag klippte i sönder dom gamla byxorna och använde dom som mall och ritade av. Justerade lite och ändrade, klippte ut bitarna och sydde ihop allt på min fina nya Overlock symaskin som jag fick i julklapp. Oj vad roligt det var!! Och snabbt gick det! Jag blev jättenöjd med resultatet. Precis som jag vill ha det! Jag kommer helt klart att sy fler. Dessutom så verkar tyget som jag köpte vara utav bättre kvalitet än dom gamla byxorna, så dessa kanske håller längre! Vi får se :o) Annars är dom i alla fall helt klart prisvärda!

Obs, proportionerna ser lite roliga ut på den nedersta bilden eftersom bilden är tagen av mig själv uppifrån :o)

Sunday, March 6, 2011

Afmælisgjöf..

Síðast liðin vika er búin að líða alltof fljótt, en ég er í fríi í viku til viðbótar áður en ég fer í verknám uppá kvennadeild. Hlakka mikið til, þó svo að ég kann veeeeel að meta þetta frí núna :o) Ég er búin að prjóna ýmislegt undanfarið, en get ekki sýnt mikið hér þar sem að þetta eru mest megnis gjafir, en hérna er þó eitt verk sem var afhent í dag.

Systirdóttir mannsins minns á 8 ára afmæli á morgun og við vorum hjá henni í afmælisveislu í dag. Mér datt í hug í gærkvöldi, á meðan ég horfði á Idolið, að prjóna handa henni húfu. Ég var síðan sveitt að klára hana í hádeginu í dag. Úff, þessi uppskrift þarfnast 100% einbeitni! Hún varð samt rosa flott. Myndirnar eru reyndar ekki alveg nógu góðar, en þær verða bara að duga.




Húfan heitir "Sparihúfa" og uppskriftina er að finna í bókinni Fleiri prjónaperlur. Samkvæmt uppskriftinni á að nota kambgarn, en ég notaði Mor Aase superwash ullargarn sem að ég átti til. Það er örlítið þykkara en kambgarnið þó það muni ekki miklu. Að öðru leiti fór ég eftir uppskriftinni og notaði prjóna nr. 2.5 og 3.5. Stærðin er lítil fullorðins.

Mér finnst þetta rosalega skemmtileg húfa, og gaman að prjóna hana þó svo að það krefjist fulla athygli allann tímann. Það þýðir ekkert að horfa á sjónvarpið í leiðinni, sérstaklega ekki ef maður ætlar að klára hana með hraði
__________________________________________

Tiden bara springer iväg. Jag har varit ledig i en vecka nu, men är ledig en vecka till innan jag ska på praktik på kvinnokliniken. Jag längtar tills dess även om jag njuter för fulla muggar av lite ledighet nu. Jag har stickat och virkat en massa på sista tiden, men det mesta är presenter som jag inte vill visa här ännu. Men här är dock en present som blev avlämnad idag.

Min mans systerdotter fyller 8 år i morgon och vi var på kalas hos henne idag. Jag kom på idén att sticka en mössa åt henne igår kväll, och sen satt jag och svettades medans jag stickade klart den vid lunchtid idag. Uch, det här receptet kräver verkligen 100% uppmärksamhet! Men roligt var det ändå och mössan blev riktigt snygg, trots att det blev lite stressigt. Bilderna är ganska dåliga men de får duga i alla fall

Receptet finns i den isländska boken Ännu fler stickpärlor. Enligt receptet ska man använda kamgarn men jag använde Mor Aase superwash ullgarn som jag hade hemma. Det är något tjockare men det skiljer ändå väldigt lite. Annars följde jag receptet och använde stickor nr. 2.5 och 3.5 och storleken är small.

Wednesday, February 16, 2011

Löngu fyrir jól bað Marie, vinkona mín síðan úr menntaskóla, mig um að prjóna húfu handa dóttur sinni. Ég játaði því að sjálfsögðu, enda finnst mér fátt skemmtilegra en að föndra fyrir fólk sem kann að meta verkin mín :o) Hinsvegar var ég á bólakafi í jólaprófum og jólastússið var allt frammundan, þannig að ég komst ekki í að koma þessu í verk strax. Og svo gleymdist þetta. Það var svo ekki fyrren í síðustu viku sem ég mundi eftir því að ég hafði lofað þessari húfu. Obbossí.. Ég fitjaði því upp í hvelli og prjónaði svo einsog vindurinn.


Húfan átti að vera bleik og græn og með nafni dótturinnar að framan. Ég stóðst svo ekki mátið og bætti við fiðrildi aftaná hnakkan, því að ég varð svo skotin í þeim eftir peysuna sem að ég gerði um daginn.



Húfan er úr Sandnes Smart og prjónuð á prjóna nr.3,5. Uppskriftin er mín egin, en ég hef ekki hugmynd um stærðina :o/ Ég vona samt að hún passi...

Jag fick en förfrågan av Marie, en mycket kär vän från gymnasietiden, långt innan jul om jag kunde sticka en mössa åt hennes dotter. Självklart svarade jag ja, eftersom jag inte vet om annat roligare än att sy/sticka saker åt folk som faktiskt gillar det jag gör :o) Men eftersom att jag hade då för tillfället fullt upp med skolarbete og sedan julstök, så glömdes den här förfråganen bort. Det var sen inte förrän nu i förra veckan som jag kom ihåg den. Ojsan.. Så då blev det stickning på raketfart!

Mössan skulle vara grön och rosa och så skulle dotterns namn stå på framsidan. Jag kunde sen inte motstå att sätta en fjäril i nacken. Jag blev så kär i dem efter koftan som jag gjorde sist. Den är som vanligt stickad ur Sandnes Smart och på stickor nr. 3,5. Receptet är mitt eget, men jag har ingen aning om storleken :o/ Men jag hoppas att den ska passa!

Friday, February 4, 2011

Obbossí peysa..


Ég fann æðislega sæta peysu á ravelry.com fyrir löngu, og var ákveðin í að reyna að gera svoleiðis handa Unnari mínum. Ég var vissulega ekki með uppskriftina, bæði afþví að hún var ekki gefins og afþví að ég legg hvort eð er ekki í erlendar uppskriftir. Ég ætlaði því að gera bara einsog ég geri vanalega, þ.e. skoða hlutina og prufa mig svo áfram. Allavega, þá gískaði ég á einhvern lykkjufjölda og fetaði svo upp fyrir búknum. Þegar hann var rúmlega hálfnaður fór ég að efast um þetta og fannst þetta vera alltof lítið á hann Unnar Frey. En í staðinn fyrir að rekja allt upp og byrja uppá nýtt, þá ákvað ég að halda þessu áfram og sjá hvað yrði úr þessu. Ég ákvað þegar ég var komin að berustykkinu að Júlía, systurdóttir mín, skyldi fá hana. Hugmyndin að fiðrildunum komu frá Sumargleði frá istex.is og lukkulega þá gekk þetta allt upp.
Það fyndna var samt að Unnar Freyr passaði svo alveg í peysuna..

Peysan er sem sagt mitt eigið skáldverk, með smá innblástur úr Sumargleði frá Ístex. Hún er prjónuð úr Trysil superwash á prjóna númer 3,5 og er prjónuð fram og tilbaka, en ekki í hring. Ég ákvað svo að gera garðaprjóns kant í staðinn fyrir að hekla hann. Það kom mjög vel út og ég geri það eflaust aftur. Búkurinn á fiðrildunum er saumaður í með gullþræði. Stærðin er á sirka 2-3 ára. Ég veit að Júlía les ekki blogginn sjálf, þannig hún veit ekki að peysan er á leiðinni með póstinum. Ekki segja henni það samt ;o)

En hoppsankofta!
Det började med att jag tänkte sticka en kofta åt Unnar Freyr som jag sett på bild på ravelry.com. Jag hade inget recept på den så jag tänkte bara experimentera mig fram. När jag var halvvägs men buken så tyckte jag att den var alldeles för liten för Unnar, men istället för att dra upp allt och börja om så bestämmde jag mig för att fortsätta och se hur det blev. När jag stickat klart ärmarna så bestämde jag att min systerdotter skulle få koftan och fick då lite inspiration från istex.is Sommarglädje. Allt föll på plats och koftan blev klar. Sen visade det sig att den passade Unnar med bra marginal..

Koftan är som sagt mitt eget påhitt med inspiration från Sommarglädje. Den är stickad ur Trysil superwash på stickor nr. 3,5 och är stickad fram och tillbaka. Fjärilsbukarna är isydda efteråt med guldtråd. Storlekern är sirka 2-3 år.



Monday, January 17, 2011

Ágætis byrjun..

..eða hvað finnst ykkur? Janúar bara rétt hálfnaður og mín er búin að afreka hvorki meira né minna en 3 bílstólspoka á einu bretti! Mig vantar reyndar mynd af þeim þriðja þar sem ég var aðeins of fljót af mér að afhenda hann, en mér hefur verið lofuð mynd í maili.
Hér eru allavega hinir tveir:

Nr.1



Pantaður poki úr svarta fuglaefninu og bleiku flísi. Ég hef ekki gert þessa litasamsetningu áður. Vissulega ýkir flassið svolítið bleika litinn, en mér finnst þetta koma skemmtilega út. Voða stelpulegt og sætt.


Nr.2

Pantaður poki úr svarta fiðrildaefninu og svörtu flísi. Einnig ný litasamsetning sem kom skemmtilega á óvart. Ég var fyrst hrædd um að þetta yrði of dökkt eitthvað, en ég er bara virkilega hrifin af þessum! Myndirnar koma ekkert alltof skemmtilega út og mér finnst pokinn (hinn líka) vera miklu flottari ef maður sér hann með berum augum.



Tre stycken beställda åkpåsar. Inte illa pinkat, och vi är bara halvägs in i januari ännu :o)Visserligen har jag inte bild på den tredje ännu, men den är på G!
Dom här två påsarna är i nya färkombinationer. Bilderna talar ganska mycket för sig själva, även om dom inte är så bra tagna. Den rosa färgen ser lite extrem ut på bild, men den är jätteläcker egentligen. Den svarta blev en rolig överaskning, för den blev helt klart bra mycket snyggare än vad jag hade trott!

Monday, January 3, 2011

Gleðilegt og orkumikið ár!

Það hefur ekki mikið verið föndrað hér s.l. mánuð því ég hef hreinlega verið búin á því andlega eftir erfiðann seinnipart árs. Ég vona að nýja árið hafi í för með sér orku og innblástur, auk gleði og hamingju fyrir okkur öll!

Ég náði þó að afreka þessa vettlinga á soninn milli jóla og nýárs, þó það hafi tekið viku að klára þá.. Einsog oft áður þá eru þessir úr Smart og prjónaðir á nr.3,5. Ég fékk smá innblástur að litasamsetningunni af Kivat lambhúshettu sem að ég tími ekki fyrir mitt litla líf að kaupa :o/ Spurning hvort að maður reyni ekki frekar að prjóna húfu eða lambhúshettu í stíl í staðinn.

Að lokum langar mig að sýna ykkur jólagjafirnar sem að við fengum frá sonum okkar í ár, sem þeir gerðu í leikskólanum. Þær eru alveg uppáhalds. Alveg svakalega fallegar þó þær séu svona einfaldar.

Þetta eru sem sagt barnamatskrukkur sem þeir eru búnir að mála sjálfir. Krukkan hans Benedikts er með perlum efst, sem hann hefur valið og þrætt á band, en krukkan hans Unnars er með fallegri slaufu efst, sem hann hefur örugglega fengið smá hjálp með :o)

Det har varit tyst här den senaste månaden. Jag har helt enkelt inte haft någon tid eller ork kvar efter höstens alla motgångar. Men nu hoppas vi på och ser framemot ett gott nytt år med nyja krafter, lycka och välgång åt oss alla! Hurra :o)

Dom här vantarna var allt jag lyckades få ihop i juldagarna. Och det tog faktiskt en hel vecka att få dem klara.. Dom är gjorda av Sandnes Smart och stickade på stickor nr.3,5. Inga konstigheter. Färgvalet är inspirerat utav en Kivat mössa som jag har varit kär i ett tag. Vi får se om jag får tummarna loss och stickar en liknande mössa åt pojken min.

Avslutningsvis ville jag visa upp våra fina julklappar från pojkarna, som dom har gjort på dagis. Underbara ljuslyktor som jag blev så glad för. Visst är dom fina?