Monday, October 31, 2011

Handa unga litla

Nú eru bara 2 vikur eftir í að unginn okkar er áætlaður, og ég áttaði mig á því að ég ætti engar hosur sem myndu passa svona fyrst um sinn, því að hinir ungarnir mínir eru fæddir á öðrum árstímum. Ég fitjaði því upp um helgina og byrjaði að skálda, því að ég átti enga uppskrift að hosum. En það heppnaðist líka svona rosalega vel og útkoman varð ótrúlega krúttleg lítil hosa. Nema svo vandaðist málið þegar ég ætlaði að gera hina hosuna, því að ég mundi ekki alveg hvernig ég hafði gert þá fyrri. En eftir að hafa rekið upp nokkru sinnum tókst þetta þó á endanum og útkoman varð tvær krúttlegar hosur :o) Nú þarf ég bara að muna það næst að skrifa niður leiðbeiningar þegar ég skálda eitthvað svona á prjónunum!



Það var reyndar svolítið erfitt að ná góðri mynd af þeim, en svona líta þær samt út. Svona nokkurnvegin. Mér finnst þær alveg hrikalega krúttaðar og mig hlakkar ekkert smá til að fara að nota þær!

Þær eru úr súkkulaðibrúnu Merino blend ullargarni og prónaðir með prjónum nr. 3,5.

---------------------------------

Nu är det bara 2 veckor kvar tills vår tredje guldklimp förväntas titta ut till oss, och jag kom på att jag inte har några tossor som passar så pass små fötter eftersom att mina två andra guldklimpar är födda under andra årstider. Så jag plockade fram stickorna och började sticka och fram växte en urgullig liten chokladbrun tossa. Men sen blev det lite mer problematiskt när jag skulle göra den andra tossan, för jag kom inte ihåg exakt hur jag gjorde med den första. Men efter ett par försök så blev det rätt till slut och resultatet blev två urgulliga små tossor. Nästa gång ska jag försöka att komma ihåg att skriva ner instruktioner när jag hittar på nya saker.

Dom var svara att fånga på bild, men så här ser de ut, ungefär. Jag längtar tills jag kan börja använda dem :o)

Sunday, October 30, 2011

Gríslingur 3 ára!





Litli gríslingurinn minn varð 3 ára í lok september og var að sjálfsögðu haldið vel uppá það þá, þó svo að ég mátti varla vera að því fyrir verknámi og verkefnavinnu. Gormurinn var lengi vel harðákveðinn í því að hann ætlaði að fá bleika afmælisköku, þar sem að bleikt er hans uppáhaldslitur, en kvöldið fyrir afmælið skipti hann allt í einu um skoðun og vildi græna og rauða Diegó köku.

------------------------------------------------------------

Min lilla morsgris fyllde 3 år i slutet av september och självklart firade vi det då, trots att jag egentligen inte hade någon tid till det pga. praktik och uppsatser. Han hade sedan länge innan bestämt att han skulle ha en rosa födelsedagstårta, eftersom att det är hans favoritfärg, men han ändrade sig plötsligt kvällen innan och ville då ha en röd och grön Diego kaka.

Wednesday, October 26, 2011

Handa Júlíu


Ég gerði þetta í sumar á meðan það var 30° heitt og sól alla daga. Mmmm... þetta var nú alveg asskoti gott sumar! Það er reyndar ekki það algáfulegasta að sitja í svona hita og prjóna úr lopa, en það er svo annað mál...
Þetta varð allavega afmælisgjöf handa systurdóttur minni sem varð tveggja ára í síðustu viku. Það er úr Álafoss Flosi, eitthvað alveg æðislega mjúkt og kósí sem að ég fann í fórum hennar móður minnar sem að hún hefur átt í örugglega einhver 25-30 ár og var upphaflega ætlað handa mér og systrum mínum. Flosið líkist léttlopa að þykkt, en er blanda af lopa og mohair. Verkið heitir Hanna litla og uppskriftina fann ég á www.istex.is. Ég vona bara að það falli frænkuskottinu í kramið :o)