Wednesday, October 26, 2011

Handa Júlíu


Ég gerði þetta í sumar á meðan það var 30° heitt og sól alla daga. Mmmm... þetta var nú alveg asskoti gott sumar! Það er reyndar ekki það algáfulegasta að sitja í svona hita og prjóna úr lopa, en það er svo annað mál...
Þetta varð allavega afmælisgjöf handa systurdóttur minni sem varð tveggja ára í síðustu viku. Það er úr Álafoss Flosi, eitthvað alveg æðislega mjúkt og kósí sem að ég fann í fórum hennar móður minnar sem að hún hefur átt í örugglega einhver 25-30 ár og var upphaflega ætlað handa mér og systrum mínum. Flosið líkist léttlopa að þykkt, en er blanda af lopa og mohair. Verkið heitir Hanna litla og uppskriftina fann ég á www.istex.is. Ég vona bara að það falli frænkuskottinu í kramið :o)

No comments:

Post a Comment