Tuesday, March 26, 2013

Ég græjaði þessa fyrir 5 ára afmæli frumburðarins í fyrra sumar. Hann vildi sjóræningjaköku og auðvitað fékk hann það sem að hann bað um.




Ég nota yfirleitt súkkulaðiköku uppskriftina frá mommur.is og hún er sjúklega góð. Mæli mikið með henni. Uppskrift af smjörkremi má finna hérna. Ég nota þessa uppskrift líka í kremið sem fer á milli, en bæti þá alltaf við smá kaffi til að bragðbæta það aðeins. Sjóræninginn og pálmatréð fundust í dótakössunum inní barnaherbergi og eyjuna bjó ég til úr kókósmjöli og kakó. Skreytt svo með smartís og einu kerti. Þetta gerist ekki mikið einfaldara, og einsog oft áður þá eru það einföldu hlutirnir sem eru bestir. Við mæðginin vorum allavega bæði jafn ánægð með útkomuna :)

Nú styttist í 6 ára afmælið hjá þessum mola. Alltaf líður tíminn jafn hratt!

No comments:

Post a Comment