Thursday, July 8, 2010

Gjafapúði

Vinkona mín hafði samband við mig í síðustu viku. Hún er gengin um 31 vikur með sitt seinna barn og skrokkurinn er orðinn ansi þreyttur og bumban fyrirferðarmikil. Hún spurði mig hvort að ég gæti ekki saumað fyrir sig gjafapúða, en þeir eru einmitt upplagðir sem stuðningur fyrir konur bæði á meðgöngu og síðan í brjóstagjöfinni þegar að krílið er mætt á svæðið.

Fyrst vafðist þessi hugmynd einhvað fyrir mér, þar sem að ég átti hvorki mynstur né annan púða til að fara eftir. Ég var hrædd um að hann myndi koma kjánalega út hvað varðar stærð og lögun. En um leið og ég settist niður með efnið, vopnuð merkipenna og nokkrum matardiskum, þá reyndist þetta vera ekkert mál og ég ér bara þrusu sátt með útkomuna! Nýji eigandinn sendi mér svo þessar myndir og þakkaði kærlega fyrir sig. Sagðist sitja með púðann í fanginu öll kvöld og að hann væri æðislegur. Ekki er það nú leiðinlegt að fá svona feedback :o)


Innri púðinn er fylltur með litlum frauðkúlum og ytra byrðið má taka af og þvo eftir þörfum.

Merkt vara :o)

No comments:

Post a Comment