Friday, July 9, 2010

DuleLur pokinn

Ég saumaði bílstólspoka handa systurdóttur minni þegar að hún fæddist sl. haust. Hann vakti mikla athygli og síðan þá hef ég saumað þrjá til viðbótar og fleiri pantannir liggja inni. Það má því í rauninni segja að Benedikt, Unnar og Júlía séu íkveikjan að þessu "fyrirtæki".

Fínasta Júlía í pokanum sínum


Bílstólspokarnir eru flísfóðraðir að innan og með slitsterku bómullarefni að utan. Svo er vatt á milli þannig að þeir eru skotheldir í kuldanum! Hægt er að draga saman í hettu í roki og kulda, eða renna framhliðinni alveg af í miklum hita. Eftirfarandi myndir eru af sáttum krílum í DuleLur pokunum sínum :o)

Poka nr. 2. fékk Óskar Karvel, lítill gutti sem flýtti sér svo mikið í heiminn og var svo pínu pons.

Ég á þvímiður enga mynd af Óskari í pokanum sínum þannig að bangsinn verður að duga.

Nr. 3 flutti til Svíþjóðar.
Lítil Ísabell sefur vært í pokanum sínum :o)

Poki nr.4 er sá nýjasti í safninu og jafnframt sá fyrsti sem er merktur DuleLur :o)
Nýjasta kraftaverkið í pokanum sínum á leið heim af fæðingardeildinni.

1 comment:

  1. sælar
    sjúklega flottir pokar hjá þér... langar að panta hjá þér poka nr. 4 :)
    verðum í bandi.
    kv. ósk

    ReplyDelete