Saturday, February 23, 2013

Var að fara yfir myndirnar í tölvunni minn og rakst á þessa. Þetta er heimferðahúfan hans unga litla, sem að ég prjónaði á hann á meðan hann var ennþá að bakast í bumbunni, undir hjartanu mínu. Ég elska þennan græna lit. Fannst hann einmitt passa við bæði kynin, því að við vissum ekki hvort væri á leiðinni hjá okkur.


Uppskriftin er þessi frá Kvenfélagasambandi Íslands og hún er mjög einföld, fljótleg og skemmtileg. Ég notaði kambgarn í þessa og ábyggilega prjóna númer 3, og hún smellpassaði á litla nýburann minn. Uppskriftin er gefin upp fyrir 0-3 mánaða, en nú var unginn minn frekar höfuðstór þannig að hún var orðin of lítil innan mánaðar. Þessi litlu ungar eru bara lítil í sirka korter! :) Það væri vel hægt að nota sömu uppskrift og þykkara garn (Smart kannski) og fá þannig stærri húfu. Spurning hvort að hún passi þá ekki fínt á einsárs?

No comments:

Post a Comment