Tuesday, August 10, 2010

Endurvinnsla..


Strumpurinn minn fékk nýja húfu núna í sumar, þar sem að hin var orðin of lítil. Það skemmtilega við þessa húfu er að efnið er í rauninni gömul samfella sem að hann átti á meðan hann var ungi. Ég var aldrei hrifin af samfellunni, þar sem að sniðið var e-ð kjánalegt - svona stutt og breitt, en hinsvegar fannst mér efnið skemmtilegt. Innra byrðið á húfunni er síðan úr hvítum bol sem að ég átti en var hætt að nota. Bæði efnin eru úr teygjanlegu bómullarefni.



Persónulega er ég rosalega ánægð með þessa húfu. Og þarf ég að nefna ánægjuna sem fylgir því að geta gefið gömlum hlutum nýtt líf? :o) Húfan veitir bæði vörn í sólinni án þess að vera of heit, en á sama tíma er hún alveg jafngóð gegn köldum vindi. Svona að lokum get ég sagt ykkur það að stjörnustrákurinn minn er himinlifandi yfir nýju stjörnuhúfunni sinni!


Hvað er betra en ís á heitum sumardegi? :o)

No comments:

Post a Comment