Sunday, August 8, 2010

Húfutetur..

Ég hef verið að fást við ýmislegt undanfarið sem ég er ekki alveg tilbúin að sýna ykkur hér, þar sem að sumt eru gjafir. En í stað þess að blogga ekki neitt ákvað ég að blogga um "gömul" afrek.


Ég saumaði þessa húfu s.l. haust. Upphaflega átti þetta bara að vera prufa þar sem að ég átti ekkert húfumynstur, en hún heppnaðist bara svo vel að ég hef ekki gert neinar endurbætur. Hún hefur verið vel notuð s.l. ár, en er orðin heldur lítil á Benedikt núna þannig að litlibróðir hefur fengið að erfa hana.


Húfan er tvöföld og er úr ljósbláu jersey að innan en brúnröndóttu jersey að utan. Efnið er keypt í Stoff&Stil.

http://www.stoffochstil.se/

No comments:

Post a Comment