Friday, February 4, 2011

Obbossí peysa..


Ég fann æðislega sæta peysu á ravelry.com fyrir löngu, og var ákveðin í að reyna að gera svoleiðis handa Unnari mínum. Ég var vissulega ekki með uppskriftina, bæði afþví að hún var ekki gefins og afþví að ég legg hvort eð er ekki í erlendar uppskriftir. Ég ætlaði því að gera bara einsog ég geri vanalega, þ.e. skoða hlutina og prufa mig svo áfram. Allavega, þá gískaði ég á einhvern lykkjufjölda og fetaði svo upp fyrir búknum. Þegar hann var rúmlega hálfnaður fór ég að efast um þetta og fannst þetta vera alltof lítið á hann Unnar Frey. En í staðinn fyrir að rekja allt upp og byrja uppá nýtt, þá ákvað ég að halda þessu áfram og sjá hvað yrði úr þessu. Ég ákvað þegar ég var komin að berustykkinu að Júlía, systurdóttir mín, skyldi fá hana. Hugmyndin að fiðrildunum komu frá Sumargleði frá istex.is og lukkulega þá gekk þetta allt upp.
Það fyndna var samt að Unnar Freyr passaði svo alveg í peysuna..

Peysan er sem sagt mitt eigið skáldverk, með smá innblástur úr Sumargleði frá Ístex. Hún er prjónuð úr Trysil superwash á prjóna númer 3,5 og er prjónuð fram og tilbaka, en ekki í hring. Ég ákvað svo að gera garðaprjóns kant í staðinn fyrir að hekla hann. Það kom mjög vel út og ég geri það eflaust aftur. Búkurinn á fiðrildunum er saumaður í með gullþræði. Stærðin er á sirka 2-3 ára. Ég veit að Júlía les ekki blogginn sjálf, þannig hún veit ekki að peysan er á leiðinni með póstinum. Ekki segja henni það samt ;o)

En hoppsankofta!
Det började med att jag tänkte sticka en kofta åt Unnar Freyr som jag sett på bild på ravelry.com. Jag hade inget recept på den så jag tänkte bara experimentera mig fram. När jag var halvvägs men buken så tyckte jag att den var alldeles för liten för Unnar, men istället för att dra upp allt och börja om så bestämmde jag mig för att fortsätta och se hur det blev. När jag stickat klart ärmarna så bestämde jag att min systerdotter skulle få koftan och fick då lite inspiration från istex.is Sommarglädje. Allt föll på plats och koftan blev klar. Sen visade det sig att den passade Unnar med bra marginal..

Koftan är som sagt mitt eget påhitt med inspiration från Sommarglädje. Den är stickad ur Trysil superwash på stickor nr. 3,5 och är stickad fram och tillbaka. Fjärilsbukarna är isydda efteråt med guldtråd. Storlekern är sirka 2-3 år.



5 comments:

  1. Hæ hæ,
    mikið er þetta allt flott hjá þér Svava :)
    ég er gestur númer 1000 og er nú alveg búin að skoða nokkrum sinnum !! Strákarnir eru ekkert smá heppnir að eiga svona duglega mömmu :)
    kveðja frá Seyðis,
    Halla Dröfn
    ps. þarf að heyra í þér í sambandi við bílstólapoka :)

    ReplyDelete
  2. Takk fyrir það :o) Þetta er bara svo gaman. Ég er fegin líka á meðan þeir vilja ganga í því sem að ég geri handa þeim!
    Vertu endilega í bandi svo með bílstólspokann.
    Kv. Svava

    ReplyDelete
  3. Svakalega flott hjá þér Svava mín.

    ReplyDelete