Tuesday, April 30, 2013

Ég og strákarnir skófum fræ úr kirsuberjatómötum og paprikum fyrir stuttu, þurrkuðum þau í nokkra daga og gróðursettum þau svo í þessu fína flotta mini gróðurhúsi. Og ekki leið á löngu fyrren að það fór að kíkja eitthvað uppúr moldinni. Strákarnir (og ég) eru rosa spenntir yfir þessu og fylgjast vel með. Það er mikill munur bara á einum degi. Þeir skiptast á við að vökva og draga frá gluggunum þannig að sólin nái að skína á.

Kjúllaboxin úr Nóatúni nýtast mjög vel sem svona mini gróðurhús. Algjör snilld!





Tómata plantan hefur smá forskot og rís hátt, miðað við hinar.



Það verður gaman að fylgjast með þessu í sumar :)

No comments:

Post a Comment