Monday, April 22, 2013

Ég prjónaði húfu handa stóra strump í haust, en hann hefur stækkað svo mikið sl. ár að meir að segja húfurnar voru orðnar of litlar á hann! Þannig að ég fann til plötulopa og fitjaði upp á einhverju sem átti bara að vera skyndilausn. Mér fannst liturinn ekkert spes (búin að eiga hann lengi án þess að finna fyrir hann hlutverk) og ég vissi í rauninni ekkert hvernig útkoman yrði. En úr varð allavega húfa.








Húfan er úr tvöföldum plötulopa og prjónuð á prjóna nr. 5. Mig minnir að ég hafi fitjað upp rúmlega 80 lykkjur. Stærðin gæti gengið fyrir 5-10 ára og uppskriftin er uppúr sjálfri mér, einsog vanalega.
Gaman að segja frá því að þessi húfa hefur reynst alveg rosalega vel! Hún er hlý og þolir allskonar veður, og svo smellpassaði hún og var bara rosalega flott! Strumpur var líka þrususáttur með hana og hefur notað hana óspart í allan vetur. Svo gaman þegar að það rætist svona flott úr hlutunum :)



No comments:

Post a Comment