Monday, October 11, 2010

Handa lítilli frænku..

Ég er búin að liggja á þessum í svolítinn tíma en hef ekki getað sýnt hann hér fyrren núna. Hann var nefnilega pantaður í sumar af einni ömmu handa ófæddu barnabarni sínu. Nú er hnátan loksins fædd, en hún lét bíða eftir sér í 9 daga, og er loksins búin að fá gjöfina afhenta.



Innra byrði pokans er úr flónel samkvæmt ósk kaupanda, og mér finnst það bara koma skemmtilega út. Eftiráhyggja þá hefði ég kannski átt að nota þykkara vatt í staðinn, því pokinn verður heldur þynnri svona en þegar flísið er notað. Alltaf lærir maður af reynslunni :o) Ég held samt að pokinn gagnist alveg jafn vel þrátt fyrir allt!

Til hamingju með stelpuna, Svavar og Thelma :o)

DuleLur sovpåse sydd på beställning åt min moster som fått barnbarn. Innertyget är flanell istället för fleece, enligt hennes önskan. Resultatet blev helt ok, fast jag tror att jag borde använda tjockare vadd nästa gång för att den här blev lite tunnare en de andra jag sytt med fleece. Man lär sig av sina erfarenheter :o)

No comments:

Post a Comment