Tuesday, October 5, 2010

Leikskólahúfa..

Benedikt vantaði aðra húfu til að hafa til skiptanna í leikskólanum og mér datt í hug að prjóna húfu handa honum sem væri vel merkt og erfitt væri að týna. Það er nefnilega merkilegt hvað fötin vilja týnast í leikskólanum ef þau eru ekki vel merkt.


Það stendur sem sagt Benedikt framan á húfunni, en svo eru stjörnur restin af hringnum. Ég smellti Dulelur merkinu aftaná hnakkann því að mér fannst það ekki passa að hafa það undir nafninu að framan.



Strumpurinn hefur í nógu að standa að safna laufum úti í garði, sæll og glaður í nýju húfunni sinni :o)

Húfan er prjónuð úr Mor Aase og Trysil á prjóna nr.3,5 og uppskriftin er enn og aftur mín eigin. Ég viðurkenni að þó svo að garnið sé nánast einsog Smart garnið, þá er ég þó miklu hrifnari af Smartinu. Mor Aase garnið verður heldur lausara í sér og er meira lipurt þannig að það henntar kannski betur í einhvað annað en húfu.


Mmmm.... haustið er yndislegur tími!

No comments:

Post a Comment