Monday, September 27, 2010

Meira haust..

Litríkt handa sólskínsbarninu mínu, sem er nánast alltaf glaður :o)


Mig hefur lengi langað að prjóna svona "eyrnaleppahúfu", en átti enga uppskrift þannig að þessi var frumraun og alger skáldskapur. Ég get ekki annað sagt en að hún hafi heppnast alveg svakalega vel :o) Hún er líka akkurat einsog ég vill hafa hana - hún fellur vel að höfði og skýlir því sem skýla þarf.

Ég prjónaði þetta vissulega í vor en strumpurinn er bara nýfarinn að nota hana núna. Ég notaði svo sömu aðferð þegar ég gerði þessa, nema ég minkaði hana aðeins.

Svo gerði ég auðvitað vettlinga í stíl.

Bæði húfan og vettlingarnir eru úr Sandnes Smart superwash og er það því bæði hlýtt og þolið, en líka létt og mjúkt.

2 comments:

  1. Sæl,

    Ég rakst inn á bloggið þitt í einhverju netvafri. Svakalega flott allt sem þú ert að gera. Sérstaklega finnst mér flott þetta sett hér fyrir ofan. Ertu nokkuð að selja uppskriftirnar þínar?

    kv. Anna Sif
    annasif@gmail.com

    ReplyDelete
  2. Du är så himla duktig Svava! Och dina kläder bara lyser av värme och kärlek!

    ReplyDelete