Thursday, September 30, 2010

Engar kaldar tásur..

Hún Silla amma kenndi mér einusinni að prjóna sokka. Ég hef nú ekki prjónað mörg pör síðan og það er orðið ansi langt síðan þetta var, en ég ákvað að reyna að rifja upp tæknina í gær. Strákana vantar ullarsokka fyrir veturinn og ég SKAL gera þá sjálf!


Þetta byrjaði ágætlega, enda ekki mikið mál að prjóna stroff, en þegar að ég kom að hælnum þá vandaðist málið. Eftir smá bras og þónokkrar upprakningar kom þetta svo allt í einu hjá mér. Þetta er bara einsog að læra aftur að hjóla. Ekki það að ég hafi reynsluna af því samt ;o)

Einsog sést þá er garðurinn minn orðinn ansi haustlegur. Við tökum því bara fagnandi hér - enda stefnir allt í það að engum verði kallt á tásunum úr þessu :o)

Sokkarnir eru prjónaðir úr Sandnes Smart superwash á prjóna nr.3,5 og uppskriftin er uppúr sjálfri mér og ömmu. Ég gerði stroffið vel hátt þannig að það nái upp fyrir stígvélin og svo má líka bretta það niður. Unnar valdi litina sjálfur og er afar sáttur með nýju sokkana sína :o)

No comments:

Post a Comment