Friday, September 3, 2010

Haustið er á leiðinni..

Það er farið að kólna úti og frískir haustvindar farnir að gera vart við sig. Maður verður bara að sætta sig við það að sumarið er búið og ný árstíð er gengin í garð. Það er ekki laust við það að það séu blendnar tilfinningar í gangi á þessum bæ, enda ber veturinn bæði gleði og streitu í skauti sér.

Ég var að enda við það að prjóna heilgalla úr léttlopa á Unnar Frey. Hvernig finnst ykkur?



Bæði flottur og henntugur að mínu mati, og einmitt upplagður innanundir pollagallann í vetur!



Ég studdist við uppskrift sem ég fékk niðrí Álafoss, en breytti þó það miklu að ég þori að setja DuleLur merkið á. Ég lengdi líka ermar, búk og skálmar töluvert þannig að gallinn myndi samsvara sér betur og ekki verða svona stuttur og breiður. Uppskriftin miðaði við stærð 86 en útkoman varð í rauninni rúmlega 92, eða heilu númeri stærra en ég átti von á, en það er þá bara betra því þá endist hann lengur. Enda hlýtur að koma að því að stubburinn fari að stækka eitthvað :o)

2 comments:

  1. Þessi er æðislega flottur!! :) Ertu að selja svona ?

    kv Agnes

    ReplyDelete
  2. Takk! Já, alveg eins. Ég tek allavega við pöntunum. Hinsvegar veit ég ekki alveg hvernig væri sanngjarnt að verðleggja þennan :o/

    ReplyDelete