Saturday, September 11, 2010

Slefsmekkur..

Þegar að litlir menn eru að taka tennur þá veitir ekki af að eiga nóg af slefsmekkjum. Svo eru þeir líka bara flottir og fullkomna oft lúkkið :o)
Ég var að sauma þennan handa Unnari, en hann er einmitt á fullu í tanntöku og slefar einsog hann fái borgað fyrir það.

Smekkurinn algjörlega í anda kreppukynslóðarinnar, sem Unnar Freyr er partur af. Rauða efnið var bómullar bolur sem pabbi hans átti og limegræna flísið aftaná voru afgangar sem ég hélt að væru í einskis nýttir. Endurvinnsla enn eina ferðina. Það er liggur við skemmtilegra að sauma þannig heldur en úr keyptum efnum!

Er hann ekki bara sætastur, snúðurinn minn?




No comments:

Post a Comment