Monday, September 13, 2010

Ullarsmekkur..

Það er svo gaman að þróa hugmyndir :o)
Hérna er enn einn smekkurinn handa Unnar Frey, nema það að þessi er með 100% ull í stað fyrir flís. Upplagt núna þegar fer að kólna!

Fremra efnið er ljósblátt bómullar jersey en innra efnið var einusinni ullartrefill, sem hefur líklega þvælst óvart í þvottavél og þæfst. Þar af leiðandi var hann óhenntugur sem trefill, því hann skrapp það mikið, en var upplagður í smekk sem þennan.
Enn skemmtilegra er það að Silla amma eða Svavar afi áttu þennan trefil einusinni, og veitir því smekkurinn enn meiri hlyju og sjarma fyrir vikið!

No comments:

Post a Comment