Wednesday, November 3, 2010

Endurgerðir vettlingar..

Mér áskotnuðust gamlir vettlinga garmar um daginn, sem amma mín hefur líklega prjónað fyrir langa löngu. Sem er ekki frá sögu færandi í raun því þeir eru götóttir og ekki mikið fyrir augað greyjin, en mér datt í hug að nota þá í afmælisgjöf handa systir minni. Ég sem sagt prjónaði aðra eins, nema úr plötulopa og svo þæfði ég þá örlítið. Og daddara: hér er svo útkoman!




Þetta er frumraun mín í bæði plötulopa og þæfingu, og ég verð barasta að segja það að ég er nokkuð ánægð með útkomuna! Vissulega þá var þetta svolítið bras því að ég byrjaði á því að þæfa einn vettling og útkoman varð nákvæmlega einsog ég vildi hafa hana, en seinni vettlingurinn skrapp aðeins of mikið þannig að ég þurfti að prjóna annan alveg uppá nýtt. En allt er gott sem endar vel :o)

Vettlingarnir eru prjónaðir úr tvöföldum plötulopa á prjóna númer 4,5 og 5,5. Uppskriftin er tja, skáldskapur og eftirherma af vettlingunum hennar ömmu.

Til hamingju með afmælið þitt um daginn, elsku Svandís! Ég vona að vettlingarnir egi eftir að nýtast þér vel í kuldanum.

Jag fick ett par gamla vantar här om dagen, som förmodligen är stickade utav min mormor för länge länge sedan. Dem var ihåliga och nästan oanvändbara, så jag stickade andra precis likadana fast med några förbättringar. Min syster fick dem sen i födelsedagspresent.

No comments:

Post a Comment