Saturday, November 6, 2010

Þróun..

Ég var að þróa húfuuppskriftina mína aðeins. Þetta er í raun sama húfa og t.d. þessi, nema það að ég sleppti eyrnaleppunum og bætti við stroffi neðst. Þannig henntar hún betur fyrir stærri hausa, sem finnast kannski púkó að vera með bundið undir höku ;o) Ég gerði þessa handa stjúpsyni mínum og saumaði svo nafnið hans í að framan.


Ég var fyrst hrædd um að hann myndi ekki vilja húfu með nafninu sínu framaná. Það gæti verið of barnalegt þegar maður er 7 ára. En ég þarf ekki að örvænta því drengurinn varð himinlifandi! Best fannst honum að það ætti engin annar í HEIMINUM nákvæmlega svona húfu og það myndu allir vita það að hann ætti hana :o)

Uppskriftin sem sagt enn og aftur mín egin. Prjónað úr Sandnes Smart á prjóna númer 3,5.

2 comments:

  1. Hej! Hittade hit genom Marie dartes blogg! vilka underbara kläder du stickar! Skickr du till sverige? kan ju tyvärr inte läsa det du skriver ;) // Petra

    ReplyDelete
  2. Tack så mycket! Vad kul att du gillar mina saker :o)
    Jag har inte skickat något till Sverige ännu, förutom presenter till min egen familj. Vet inte riktigt hur man skulle kunna ordna med betalsätt och sånt.. Men jag kan kolla upp det och återkomma sen.
    Mvh. Svava

    ReplyDelete