Monday, December 6, 2010
Sunday, November 21, 2010
Handa litlu fiðrildi..



Þessi er einsog sá fyrri, fóðraður með glaðlegu flónelefni að innan og mér finnst það koma mjög skemmtilega út! Ég notaði örlítið þykkara vatt í þetta sinn og er sáttari með útkomuna, þó það muni nú ekki miklu. Ég hef líka fengið að heyra það að fyrri pokinn hafi slegið vel í gegn. Gaman að vita af því :o) Nú er bara næsta mál að bíða eftir fiðrildinu sem kúrir enn í mömmumaga. Vonum bara að hún láti ekki bíða lengi eftir sér..
Friday, November 19, 2010
Hosur..


Uppskriftin er algjörlega frumsamin og varð bara til á prjónunum. Vissulega var ég einhverntímann (á meðan ég var ólétt í fyrra skiptið) búin að skoða gamlar hosur og spá í hvernig þær voru gerðar. En þessar urðu sem sagt til án nokkurs til hliðsjónar. Enda á það líka eftir að koma í ljós hvort þær geti þjónað sínum tilgang..
Hosurnar eru prjónaðar úr tvöföldum plötulopa á prjóna nr. 5,5 og síðan þæfðar örlítið. Tölurnar eru keyptar niðrí Álafossbúð. Nú og ef þær virka ekki sem hosur handa ungabarni þá eru þær amk. fallegar að horfa á :o)
Tossor åt en liten nykomling. Receptet blev till samtidigt som tossorna blev till på stickorna. Det vill säga att det är mitt eget påhitt. Sen återstår det att se om de faktiskt fungerar som babytossor..
Tossorna är stickade ur dubbeltrådig plötulopi med stickor nr. 5,5 och sedan är dem tovade en aning. Om det nu skulle vara så att de inte är brukbara som babytossor så är dem åtminstone väldigt fina att se på :o)
Wednesday, November 17, 2010
Húfan hans Unnars..


Það vill svo skemmtilega til að hún passar vel við restin af outfittinu ;o)


Unnar Freyr er svo ánægður með húfuna sína að hann hefur verið með hana í greipum sér frá því að hún datt af prjónunum (einsog næsta mynd gefur til kynna). Það er að sökum þess sem að hún hefur ekki náðst á mynd fyrren nú og einnig af sömu ástæðu sem að það hefur ekki enn verið saumaður DuleLur miði á hana.

Húfan er enn ein þróunin af húfuuppskriftinni minni, en þessi er með stroffi neðst og svo eru eyrnalepparnir prjónaðir á eftirá. Kemur nokkuð ágætlega út bara! Ég hélt að ég myndi spara mér smá vinnu við frágang með að gera þetta svona, en svo reyndist nú ekki vera.
Einsog vanalega er hún prjónuð úr Sandnes Smart á prjóna nr.3,5 og svo er nafnið að framan og stjarnan í hnakkanum saumað í eftir á.
Vidareutvecklat mössmönster. Denna gången stickad åt min minsting, Unnar Freyr. Hann gillade mössan så pass att han inte har lagt den ifrån sig sedan den var färdigstickad, så därför har jag inte haft några bilder att lägga ut förrän nu. Av samma anledning har jag inte heller kunnat sy fast en DuleLur namnlapp på den än.
Stickat ur Sandnes Smart på stickor nr. 3,5. Namnet frampå och stjärnan i nacken är sydda i efteråt.
Tilbúið sett...



Mín uppskrift og skáldskapur, einsog vanalega. Prjónað úr Sandnes Smart á prjóna nr.3,5.
Ég fattaði það ekki fyrren eftirá að ég gleymdi að taka mynd af henni að aftan, en það er sem sagt lítið hvítt hjarta aftan á hnakka svona í stíl við vettlingana. En fyrirsætan mátti heldur ekkert vera að því að stilla sér upp fyrir myndatöku, þannig að ég er bara sátt með þessar myndir sem náðust :o)
Thursday, November 11, 2010
Má ég kynna...
Saturday, November 6, 2010
Þróun..


Uppskriftin sem sagt enn og aftur mín egin. Prjónað úr Sandnes Smart á prjóna númer 3,5.
Wednesday, November 3, 2010
Endurgerðir vettlingar..

Þetta er frumraun mín í bæði plötulopa og þæfingu, og ég verð barasta að segja það að ég er nokkuð ánægð með útkomuna! Vissulega þá var þetta svolítið bras því að ég byrjaði á því að þæfa einn vettling og útkoman varð nákvæmlega einsog ég vildi hafa hana, en seinni vettlingurinn skrapp aðeins of mikið þannig að ég þurfti að prjóna annan alveg uppá nýtt. En allt er gott sem endar vel :o)
Vettlingarnir eru prjónaðir úr tvöföldum plötulopa á prjóna númer 4,5 og 5,5. Uppskriftin er tja, skáldskapur og eftirherma af vettlingunum hennar ömmu.
Til hamingju með afmælið þitt um daginn, elsku Svandís! Ég vona að vettlingarnir egi eftir að nýtast þér vel í kuldanum.
Jag fick ett par gamla vantar här om dagen, som förmodligen är stickade utav min mormor för länge länge sedan. Dem var ihåliga och nästan oanvändbara, så jag stickade andra precis likadana fast med några förbättringar. Min syster fick dem sen i födelsedagspresent.
Thursday, October 21, 2010
1 árs frænkuskott..


Uppskriftin er mín egin eins og vanalega. Þið hafið séð húfuna áður, meðal annars hér og hér. Vettlingarnir eru líka spunnir uppúr sjálfri mér. Hvíti liturinn er úr Trysil superwash en litirnir eru ýmist úr Smart og Mor Aase. Sem sagt allt superwash með sömu eginleika.
Mössa och vantar åt min systerdotter som fyller 1 år idag. Finaste Júlía :o) Som vanligt mitt eget recept, stickat ur superwash garn från Trysil, Sandnes Smart och Mor Aase.
Monday, October 11, 2010
Handa lítilli frænku..

Innra byrði pokans er úr flónel samkvæmt ósk kaupanda, og mér finnst það bara koma skemmtilega út. Eftiráhyggja þá hefði ég kannski átt að nota þykkara vatt í staðinn, því pokinn verður heldur þynnri svona en þegar flísið er notað. Alltaf lærir maður af reynslunni :o) Ég held samt að pokinn gagnist alveg jafn vel þrátt fyrir allt!
Til hamingju með stelpuna, Svavar og Thelma :o)
DuleLur sovpåse sydd på beställning åt min moster som fått barnbarn. Innertyget är flanell istället för fleece, enligt hennes önskan. Resultatet blev helt ok, fast jag tror att jag borde använda tjockare vadd nästa gång för att den här blev lite tunnare en de andra jag sytt med fleece. Man lär sig av sina erfarenheter :o)
Sunday, October 10, 2010
Afmælisgjöf handa lítilli vinkonu..


Þeir eru prjónaðir úr Sandnes Smart á prjóna nr.3,5 og uppskriftin er einsog vanalega uppúr sjálfri mér. Ég er ágætlega ánægð með útkomuna, en þarf samt að æfa mig aðeins á þessum prjónasaum. En þetta er ágætis frumraun!
Mamman var svo ánægð með þá að pantaði húfu í stíl, þannig að to be continued...
Til hamingju með afmælið Ísabella :o)
Jag lärde mig att sy mönster i färdigstickat på youtube igår. Kunskapen utövade jag sedan med att sy hjärtan på ett par vantar som Unnar fick ge till sin väninna som fyllde 2 år i helgen. Hennes mamma var så pass nöjd med dem, att hon beställde en mössa i samma färg så jag får återkomma med det :o)
Friday, October 8, 2010
Afmæli..







Tuesday, October 5, 2010
Leikskólahúfa..


Það stendur sem sagt Benedikt framan á húfunni, en svo eru stjörnur restin af hringnum. Ég smellti Dulelur merkinu aftaná hnakkann því að mér fannst það ekki passa að hafa það undir nafninu að framan.

Strumpurinn hefur í nógu að standa að safna laufum úti í garði, sæll og glaður í nýju húfunni sinni :o)
Húfan er prjónuð úr Mor Aase og Trysil á prjóna nr.3,5 og uppskriftin er enn og aftur mín eigin. Ég viðurkenni að þó svo að garnið sé nánast einsog Smart garnið, þá er ég þó miklu hrifnari af Smartinu. Mor Aase garnið verður heldur lausara í sér og er meira lipurt þannig að það henntar kannski betur í einhvað annað en húfu.


Mmmm.... haustið er yndislegur tími!
Thursday, September 30, 2010
Engar kaldar tásur..


Einsog sést þá er garðurinn minn orðinn ansi haustlegur. Við tökum því bara fagnandi hér - enda stefnir allt í það að engum verði kallt á tásunum úr þessu :o)
Monday, September 27, 2010
Meira haust..


Mig hefur lengi langað að prjóna svona "eyrnaleppahúfu", en átti enga uppskrift þannig að þessi var frumraun og alger skáldskapur. Ég get ekki annað sagt en að hún hafi heppnast alveg svakalega vel :o) Hún er líka akkurat einsog ég vill hafa hana - hún fellur vel að höfði og skýlir því sem skýla þarf.
Ég prjónaði þetta vissulega í vor en strumpurinn er bara nýfarinn að nota hana núna. Ég notaði svo sömu aðferð þegar ég gerði þessa, nema ég minkaði hana aðeins.
Svo gerði ég auðvitað vettlinga í stíl.

Bæði húfan og vettlingarnir eru úr Sandnes Smart superwash og er það því bæði hlýtt og þolið, en líka létt og mjúkt.
Saturday, September 18, 2010
Uppskerutíð..



Thursday, September 16, 2010
Sein afmælisgjöf..



Monday, September 13, 2010
Ullarsmekkur..

